Árshátíð Féló á Föstudaginn 30.maí.

Jebb jebb krakkarnir mínir nú er komið að því að við munum halda árshátíð Féló. Hún verður sem hér segir þann 30.maí næstkomandi og munum við halda hana hér í Féló verðum búin að skreyta og setja svið hér í salnum okkar . Við byrjum á því klukkan 18:30 að grilla ofan í liðið og svo þegar allir hafa snætt verður haldið áfram með smjörið og fjörið. Við byrjum á því að dreifa miðum um hverjir verða kosnir herra og ungfrú Féló , Stuðbolti Féló og með bestu mætinguna. Eftir það taka skemmtiatriðin sem eru ekki af verri endanum. Tilkynnt verður svo hverjir hreppa titlana og eftir það verður brjáluð tónlist til 23:30 ef mikið fjör er verður það til 24:00. Það kostar ekki nema 500.kr inn í grillið og allt og biðjum við alla um að koma sem sjá sér fært um það.

Þetta er síðasti dagurinn sem er opið í Féló. Eftir hann er Féló komið í sumarfrí.

 

Kveðja Starfsfólk Féló. 


Ótti komin af stað :)

já þá er Ótti kominn af stað og það voru 10 keppendur sem kepptu um fyrstu 6 sætin sem komust áfram í næstu umferð sem verður næsta miðvikudag það er síðast þrautin og kemur þá í ljós hverjir hreppa fyrstu 3. sætin. Keppendurnir eru Brynja, Björn, Hlynur, Höddi, Gunnar og Friðbjörn. Glæsilegt hjá þeim og auðvitað þessum fjórum sem voru að taka líka þátt á miðvikudaginn en duttu út enda er þetta bara gert til að skemmta sér.

Vonadi koma sem flestir hingað í Féló til að horfa á Ótta núna kemur nefnilega það skemmtilega .

Kv, Starfsfólk Féló


Í sól og sumari lalalalalalala

Já það má með sanni segja að það sé sól og sumar í dag . Núna fer að koma að því að við höldum okkar árlega mót sem heitir Ótti og fótbolta mótin á milli bekkja . Þannig að þeir sem ætla að taka þátt í Ótta þurfa að koma niður í Féló og skrá sig . En bekkirnir þurfa að taka sig saman með einhvað lið fyrir þeirra bekk.  Og svo koma auðvitað klapplið með hverjum bekk og styðja sitt lið .

Bikar er fyrir fótboltamótið sem að gengur síðan ár hvert til sigurvegaranna. Og vegleg verðlaun eru fyrir fyrsta annað og þriðja sætið í ótta.

Bestu kveðjur starfsfólk Féló. 

 


Ógeðslega skemmtilegri Samfés ferð lokið :)

Já elskurnar mínar þá er þessari frábæru helgi lokið . Og er manni bara farið að hlakka til næsta árs:)

Hér kemur allt ferðalagið hjá okkur í einni beit.

Við lögðum af stað klukkan 08:15 í Herjólfi og voru allir til fyrirmyndar þar að spila og spjalla og margir fóru líka í koju.Klukkan 11:00 var rútan komin og allir setu farangurinn sinn upp í rútuna og haldið var af stað upp í Ársel þar sem að við gistum. Létum farangurinn inn og aftur upp í rútu og haldið niður á Pizza Hut á Sprengisandi.Borðum þar dýrindis Pizzur og svo þegar við vorum búin Þar kom frjálsitímin hjá unglingnum. Klukkan 16:30 voru síðan allir komnir aftur upp í Ársel að gera sig til fyrir ballið og litu allir öfga vel út áður en lagt var af stað klukkan 18:00 á ballið. Krakkarnir voru okkur Starfsmönnum Féló til fyrirmyndar á þessu balli og skemmtu allir sér öfga vel . Farið var heim klukkan 23:00 og allir háttuðuð sig enda allir mjög þreyttir eftir skemmtilegt ball. Spjallað í dágóðan tíma um ballið og svo var bara sofnað værum blundi og vöknuðuð allir eldsnemma um morgunin okkur staffinu til mikillar undrunar þar sem að við héldum að við þurftum að draga þau á lappir en þetta eru svo góðir unglingar að þess þurfti nú ekki.

Allir fóru um 9:30 í sund til að skola af sér fyrir söngvakeppnina sem var klukkan 13:00 á laugardeginum og voru Andri Fannar og Guðmundur Óskar langflottastir að okkar mati en rosalega mörg flott atrið voru hjá hinum sem kepptu í þessari keppni.Eftir að söngvakeppnin var búin og beðið var eftir því að dómnefndin væri búin að ákveða sig kom engin annar en Haffi Haff að syngja júróvison lagið sitt , Geggjað flott hjá honum. Svo kom dómnefndin fram og það var Mosfellsbær sem sigraði og var þetta enda alveg stórkostlegt hjá stelpunni sem söng fyrir félagsmiðstöðina þeirrra.

Haldið var eftir söngvakeppnina í Smáralind og aðeins slappað af þar svo klukkan 18:30 fórum við á Subway og borðuðm þar . Klukkan átta var svo farið í bíó á Will Farell myndina og skemmtum við okkur bara ágætlega sumum fannst hún góð og öðrum ekki. Klukkan tíu var rútan komin að ná í okkur í Smáralind og haldið heim að pakka niður svo að við værum nú ekki sein í rútuna um morguninn daginn eftir.

Sunnudag kláruðum við að pakka og koma öllu dótinu okkar út í rútu og gekk það alveg ótrúlega hratt fyrir sig og vorum við komin klukkan 11:00 í þorlárkshöfn og biðum þar bara róleg og hress en samt öll pínu þreytt eftir skemmtilega helgi.

Samfés var með alveg geggjaða helgi og þökkum við þeim kærlega fyrir , Rútu fyrirtækið sem keyrði okkur um allt fær líka kærar þakkir þar sem að þau voru yndisleg hjónin sem skutluðu okkur út um allt.

Krakkar þið voruð frábær og algjörlega fyrirmyndar unglingar , hlökkum til að hitta ykkur eftir þessa ferð og spjalla um hana

Starfsfólk Féló


Samfés á morgun

Jæja Krakkarnir mínir nú fer að líða að því að við mætum í Herjólf og siglum upp á fastalandið.

Mæting 07:50 í Herjólf .

Áfram Gummi og Andri .

Kveðja Arndís


Lokað vegna Mannhæða snjós

Í dag er lokað vegna snjós . Við komumst ekki inn í rauðagerði vegna snjós en opnum eins og vanalega á morgun þriðjudag með bjóstsykri.

Kveðja Starfsfólk Féló


Félóspace

Nú er Féló komið með myspace.com. Svo einfalt er að verða vinur okkar félóspace. Þú einfaldlega ferð á http://www.myspace.com/eyjafelo og ýtir á "add to friends". svo einfalt er það
Það sem mun vera gott við félóspace er það að við getum sett mikið fleirri myndir inn. Þar geta allir spjallað saman og við verðum með flestar upplýsingar um féló.
Nú er bara málið að mæta sem mest og gaman verður að sjá hverjir verða fyrstir í "top friends"

Undankeppni poolmóts frestað vegna veðurs!!!

Það er kreisí veður hér á eyjunni og var í fréttunum sagt að fólk eigi að halda sig inni . Þannig að við höfum ákveðið að fresta mótinu fram á mánudaginn 11.feb og einnig staðfestingar gjaldið fyrir Samfés frestast líka fram á mánudag þannig að þið þurfið ekki að vera að koma í þessu ógeðis veðri hingað :)

Kv,Arndís


Valentínusarball Féló

Páll_Óskar_valientínusarball_A4

Opnum aftur í dag

Jey við opnum aftur í dag.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband