3.1.2007 | 11:03
Opnum aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 10:13
Söngkeppni Samfés á Suðurlandi 2. - 4. febrúar 2007
Keppnin verður haldin á Vík í Mýrdal þetta skiptið og stefnum við á að fara í góða hópferð til að styðja við okkar söngvara í stóru baráttunni um sæti í úrslitakeppni Samfés, sem mun svo fara fram í byrjun mars.
Við fáum 35 sæti og þarf að tilkynna fjöldann 8. janúar!!! Ef við verðum með biðlista gæti verið að við myndum fá fleirri miða, allt eftir skráningu hjá öðrum félagsmiðstöðvum!
Við förum með seinni ferð Herjólfs 2. febrúar, keyrum austur á leið og höfum það gott á flottum stað. Við komum svo heim með seinni ferð á sunnudeginum 4. febrúar.
Kostnaðurinn mun verða 8.000 á mann.
Innifalið verður:
- Herjólfur, báðar leiðir
- Rúta, báðar leiðir
- Gisting á Hóteli!!!
- Hádegismatur á laugardegi
- Eitthvað að gera á laugardeginum
- Kvöldmatur á laugardegi
- Söngkeppni á laugardegi
- Morgunmatur á sunnudegi
- Eitthvað að gera á sunnudeginum
- Frítt í sund
- Ís eftir sundið!!!
Það sem er ekki innifalið:
- Koja í Herjólf
- Kvöldmatur á föstudeginum (en við stoppum einhvers staðar til að gúffa í okkur)
- Kvöldmatur á sunnudeginum (en við stoppum einhvers staðar til að gúffa í okkur aftur)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 16:11
Agaleg... össssss!
Það er fullt búið að vera að gerast en engin man eftir því að við eigum síðu!!!
Í kvöld eru úrslitin í spurningakeppnunum í skólunum. Hörkuspennandi keppni um hvaða bekkur hreppir efsta sætið og keppir á desemberballinu við efsta bekkinn úr hinum skólanum!
Mömmukvöld er á föstudagskvöldið... og skorum við á alla að taka múttu gömlu með í geimið... brjóstsykur, bandý, billi og allt hitt krappið!!!
Pabbarnir fá svo að koma með ykkur 1. des á pabbakvöldið í Féló... gerum eitthvað massað fyrir þá eða eru þeir líka fyrir brjóstsykur???
Söngkeppni skólanna og Féló fer fram um miðjan desembermánuðinn og sigurvegarinn tekur þátt fyrir Féló hendur... í suðurlandssöngkeppni Samfés á Vík í byrjun febrúar... eigum við ekki að fjölmenna þangað???
Jólarásin verður í loftinu yfir jólin og endilega látið vita ef þið hafið áhuga á að vera með einn eða tvo þætti í jólafríinu!!
Látið sjá ykkur og heyra í ykkur því að við erum svoddan gullfiskar að það er yfirleitt betra að fá svona lagað í andlitið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 18:55
Nýjar (gamlar) myndir!
Jæja, þá hafðist það loksins að henda inn myndunum úr myndavélinni minni. Ég setti inn 2 ný albúm, eitt af Landsmóti Samfés sem krakkarnir í Unglingaráði Féló fóru á ásamt mér (Eini) og Sigþóru. Algjör snilldarferð og vil ég nota tækifærið og þakka frábæru Unglingaráði fyrir mjög skemmtilega ferð ;)
Hitt albúmið er svo annar hluti mynda frá Hryllingsnótt í Féló þann 13. október síðastliðinn! Endilega kíkið á þessar vægast sagt skemmtilegu myndir!
Svo er það bara að vera dugleg að mæta í Féló svo þið missið ekki af neinu! Það er nefninlega ALLT að ske þar skal ég ykkur segja... :P
Það þarf náttúrulega ekki að segja ykkur það að myndaalbúmið okkar er að sjálfsögðu hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2006 | 11:40
Breyttur opnunartími í dag í Féló!
Vegna Generalprufu Leikfélagsins opnum við Féló kl. 21 í kvöld í staðinn fyrir 20.
Opið verður samt í dag frá 15,30 til 18,30.
TJá beibís...
P.S. Myndir af 5. bekknum eru komnar á myndasíðuna okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 09:53
Erum við að fara hingað???
Féló er að velta því fyrir sér að stofna bloggsíðu til að koma fréttunum til ykkar eins auðveldlega og hægt er!
Mikið er búið að vera að gerast á undanförnum dögum og stendur þar hæst HryllingsNótt í Féló, sem var haldin föstudaginn 13. Draugasögur sagðar... og konan í hvíta kjólnum af neðri hæðinni kom í heimsókn eftir að rafmagnið hafði slegið út!
Um 50 krakkar skemmtu sér eins og þeim einum er lagið og fóru síðustu heim um hádegi daginn eftir.
Fullt af myndum voru teknar og erum við að vinna í að finna lausn á heimasíðumálum Féló... eins myndasíðumálum!!!
kv. Sigþóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)