Færsluflokkur: Bloggar

Piparkökur og kakó og Jólaball á prófstinum á föstudaginn .

Já sæll já fínt.

Núna þessa stundina erum við hér í Féló að snæða okkur á dýrindis piparkökum sem að krakkarnir bökuðu síðasta föstudag. Sigga og Arndís gerðu líka heitt kakó fyrir krakkana með piparkökunum. Krakkarnir gerðu einnig geggjað flott piparkökuhús á föstudaginn, enda undir stjórn Siggu Föndurkonu. Frábært hjá ykkur.

Á næsta föstudag verður Jólaball Féló á prófastinum, húsið opnar 20:00 og er búið 23:30. Þar verða George Focus og Dj Halli að spila og lofum við ykkur brjáluðu fjöri. Svo eftir ballið verður Féló komið í jólafrí en opnar aftur mánudaginn 7.jan eins og venjuleg dagskrá nema að á mánudögum verður pizzaklúbbur og kvikmyndaklúbburinn færist á föstudaga.

Fyrir hönd Féló.

Kveðja Arndís Ósk

 


1.des ball morgun hjá 8,9,10 bekk Grunnskóla Vestmannaeyja á morgun !!!!

Jebb unglingaranir mínir á morgun verður svaka fjör hjá ykkur . Þar sem að þið eru að fara að halda ball. Og veit ég að þar sem að þið eruð að halda þetta verður þetta algjör snild hjá ykkur.

En í morgun voru hérna krakkar úr 6. og 7. bekk í brjóstsykurssgerð , þar sem að þau völdu það á smiðjudögum hjá þeim . Þetta var með eindæmum gaman og skemmtu allir sér konunglega .

En unglingaráðið stefnir nú að því að halda ball 21.des og vonandi gengur það allt eftir , við ætlum að fá Georg Foucus og Ultra mega tekno bandið Stefán til að skemmta okkur og eigið þið og við starfsfólkið eflaust eftir að skemmta okkur konunglega . En bandið þarf samt fyrst að staðfesta sig en ef þeir komast ekki reddum við bara einhverju öðru jafn skemmtilegu.

Við ætlum einnig að baka piparkökur og piparköku hús þann 14.des og fellur þá Pizzakúbbur niður því að þetta tekur sinn tíma að gera þetta en það kostar 300.kr að gera þetta og verður nóg handa öllum til að taka heim með til mömmu og pabba.

Unglingaráð ætlar líka að halda brjóstsykursgerð fyrir starfsfólk barnaskóla 13.des sem er fimmtudagur þá er lokað fyrir ykkur unglingana og starfsfólk barnaskóla ásamt unglingaráði má bara koma . Vonandi verðið þið ekki mikið sár.

En svo 21.des þá verður þetta ball sem að ég var að tala um hér að ofan og er síðasti dagurinn fyrir jólafrí hjá féló . Sem sagt Jólafríið hjá féló er frá 22.des til 7.des eða þann dag mun féló aftur opna fyrir ykkur.

Jæja segi þetta gott í bili.

Kveðja Arndís Ósk (Fyrir hönd Féló)


Sunna Ósk, Erna Dögg og Guðný B til hamingju með árangurinn :)

Já unglingarnir mínir og fallega fólk sem fylgist með okkur þá gerðu stelpurnar Sunna, Erna og Guðný sér lítið fyrir og lentu í 4.Sæti á Stíl og einnig fengu verðlaun fyrir flottustu hönnunnina sem er ekkert smá flott hjá þeim og óskum við þeim til hamingju með þennan árangur . Við erum ekkert smá stolt af þeim .

Einnig lentu strákarnir í George Focus í 2.Sæti á Samsuð keppninni en strákarnir sem skipa þá hljómsveit eru Guðmundu Óskar og Andri Fannar . Féló er ekki búin að fara heim af keppnum í ár án þess að hafa með sér sæti enda efnilegir listamenn þar á ferð.

Stelpurnar voru himinlifandi yfir þessu með titilinn og áttu sko ekki vona á þessu enda voru margir að taka þátt og voru einnig flottar hannannir þar á ferð. Við viljum líka þakka ÍTK fyrir flotta sýningu og flotta tónlistarmenn , Þar má helst geta þess að það kom hljómsveit að nafni Ljótu Hálvitarnir sem voru geggjaðir , öfga fyndnir textarnir hjá þeim og einnig löginn sjálf.

Minni á það að alla vikunar er dagskrá hjá Okkur í féló og má þar nefna

Bjóstsykur kvöld

Pizzakvöld

Kvikmyndakvöld og prjónaklúbbur þar sem að Sigga kennir okkur að prjóna (bara snilld)

Jæja kveð að sinni .

Arndís Ósk (fyrir hönd féló)


Samsuð um síðustu helgi og Stíl á laugardaginn næst komandi.

DSC_0667

Hérna eru Gummi og Andri með stresssvipinn sem að kom á þá rétt áður en að þeir fóru á svið :)

En þessi krútt komu heim með 2.sæti. Til hamingju með það strákar mínir.

DSC_0155Hérna er Sunna Sæta sem er að fara að keppa næstu helgi í Stíl fyrir okkar hönd og með henni eru Erna Dögg og Guðný B . En myndir af Fatahönnunarkeppninni og Samsuð , Nótt í féló og Landsmótinu fara að koma inn, þetta tekur bara svo langan tíma.

Kveðja Arndís Ósk


Nýtt nafn komið á Féló og það er MEGA WÖTT !!!

Nú um helgina var hjá okkur Nótt í Féló og gekk allt bara alveg ljómandi vel . Enda frábærir unglingar hér eyjum. Kvöldið byrjaði hjá okkur á því að það var haldin söngvakeppni Féló fyrir samsuð sem er undankeppni söngvakeppni Samfés og þar keppti fríður hópur af unglingum um að fá sætið . Guðmundur Óskar og Andri Fannar unnu keppnina með flottu dans- trans lagi sem var frumsamið af þeim sjálfum. Til hamingju með það strákar mínir . 

 Klukkan 22:00 hófst svo Nótt í Féló og var þá læst öllu og nóttin hafin með því að velja um nýtt nafn á  félagsmiðstöðina sem að ber núna nafni MEGA WÖTT. Eftir þetta kom svo hellingur af pizzum frá Kaffi María og var dælt pizzum og gosi í liðið. Kveikt var á videoi og allir kúruðu saman inn í kósí herbergiInLove. Um 02:00 var svo komið að draugasögunni alræmdu sem að ég var búin að vera segja öllum frá (sem var reyndar þæla í mérWink ) , hún heppnaðist bara aldeilis vel og hlupu Silja Rós og Haraldur Ari út og börðu á gluggan og ég hélt að allt myndi tryllast en svo hlógum við öll að þessuLoL

Eftir hana var svo farið í mótin sem að voru Fífa mót og Footsballmót og biljardmót. Sigurvegarinn í biljardmótinu var Sindri Freyr Guðjónsson, Í Fífa mótinu sigraði Patrik , Í Footsballmótinu  voru það Eini, Grímur Orri og Friðrik . Til hamingu strákar. 

Kókosbollu keppni var og unnu Logi Kristjánsson og Sunna Ósk Guðmundsdóttir. 

Svo um 05:00 var svo komin ró á liðið og allir fóru að tína sér í bólið nema að það voru nokkrir sem hinkruðu til 07:00 til að fara bara heim að sofa .Sleeping

Klukkan 12:00 var svo ræs og krakkarinir tóku saman eftir sig og kom sér heim til sín eftir skemmtilegt kvöld og nótt .W00t

Takk fyrir mig Unglingarnir mínir frábært kvöld .Grin

Kveðja Arndís Ósk Grin


Búið að ráða starfsfólk og opnunartímar eru klárir.

Jæja... þá er alveg að fara að koma að þessu!Grin

Hér til hliðar sjáiði linka á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði...Whistling Við ætlum að hafa næstu viku vinnuviku þar sem þið megið koma og hjálpa til við að gera klárt. Wizard Opið verður mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá hálf átta til tíu. Tounge Og svo opnum við aftur í nettu húsnæði á mánudaginn 24. september kl. 16:00 á staðartíma!!! W00t  

Nú er spurningin.... Ætlum við að halda áfram að kalla okkur Féló, breytum við yfir í Rauðagerði... eða gerum við eitthvað allt annað....??? Shocking

What you say?


Arndís áfram á næsta ári og á leið til Kýpur á námskeið

Nú þegar hefur verið ákveðið að Arndís verður áfram í Féló!!!

Arndís fékk styrk frá Samfés til að fara á námskeið á Kýpur í enda ágúst og mun hún því koma funheit inn í starfið á ný!!!

Einhverjar breytingar munu verða næsta vetur, bæði á starfsfólki og starfsstöðum þar sem ungmennahúsið og Féló verður rekið mikið til af sama fólkinu!


Flytjum við???

Samþykkt hefur verið að flytja Féló í húsnæði Rauðagerðis. Nú þurfum við bara að bíða eftir samþykki nágranna til að mega byrja á að pakka niður í kassa!

Vonandi að við náum að opna fyrir mánaðarmótin ágúst - september.

Annars er það að frétta að Landsmót Samfés verður haldið í Vestmannaeyjum 5. - 7. október þar sem öll unglingaráðin á landinu koma saman og hafa gaman... um 400 manns koma til Eyja, skrafa saman, læra nýja hluti, kjósa í nýtt ungmennaráð Samfés og margt margt fleira! 


Lokað í sumar

Lokað verður í sumar...

 


Fótboltamótið í gang!!!

Á föstudagskvöldið næsta á að keyra af stað fótboltamótinu á milli bekkja. Ekki hefur verið hægt að halda áætlun þar sem tveir síðustu miðvikudagar hafa farið í ruslið út af meistaradeildinni... þar sem,  Já, þú sagðir það... Liverpool unnu Chelsea og AC Milan tók Manchester United í kennslustund. 

Þar með er þriðji miðvikudagurinn farinn í ruslið líka... 23. maí næsti leikur, úrslitaleikurinn sjálfur!!! 

En aftur að fótboltamótinu... úrslitin fara svo fram strax eftir hádegi mánudaginn 4. júní... á skólatíma!!! Allir að koma með lið úr bekknum sínum...  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband