Færsluflokkur: Bloggar
16.2.2007 | 11:23
Valentínusarball föstudaginn 16. febrúar
Í kvöld verður Valentínusarball Féló á Prófastinum.
Hljómsveitin OUT LOUD spilar.
Ballið byrjar kl. 21 og mun standa til 00.
Kostar 1.500 kall inn en ef pörin koma saman þá kostar 2.000 fyrir parið (1.000 kall á mann)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að fá unglinga af öllu landinu til að leiða hugann að mikilvægi vináttu með því að gerast leynivinur einhvers í eina viku og taka þátt í netverki leynivina á landsvísu.
Hvað er leynivinavika í mjög stuttu máli?
Þátttakendur í leynivinaviku Samfés fá í hendurnar upplýsingar um annan þátttakanda í leynivinaleiknum og einbeita sér svo að því í vikunni að vera góður vinur þess aðila með ýmsum hætti. Til dæmis er hægt að senda bréf, litlar gjafir, kveðjur og bara allt það sem góðum vini dettur í hug. Um að gera að nota ímyndunaraflið og vera frumlegur, skemmtilegur og góður vinur.
Ekki eru takmörk fyrir því hversu mörg góðverk leynivinur gerir, en allir þátttakendur skuldbinda sig þó til þess að gera a.m.k eitt góðverk fyrir sinn vin í vikunni. Samfés mælir eindregið með því að leynivinir bíði ekki fram á síðasta dag með að taka af skarið.
Í lok vikunnar geta þátttakendur tilnefnt sinn leynivin og það sem hann gerði gott og á Samféshátíðinni verða fimm góðir vinir og þeir sem tilnefndu þá heiðraðir með pompi og prakt.
Á Samféshátíðinni verður einnig hulunni svipt af öllum leynivinum og í framhaldinu geta þátttakendur haft samband við sína vini ef þeir kjósa.
Tímasetningar:
Vikan hefst þann 19. febrúar og stendur til 26. febrúar. Uppgjör verður á Samféshátíðinni 2.-3.mars.
Skráning: Þátttakendur eru allir þeir unglingar sem skrá sig. Skráning fer fram í félagsmiðstöðinni og á samfes.is. Í skráningu þarf að koma fram:
Fullt Nafn, Aldur, Netfang, Félagsmiðstöð (Féló), Fullt heimilisfang félagsmiðstöðvar (Heiðarvegur 17 900 Vestmannaeyjar), Dæmi um áhugamál.
Skráningarfrestur er til 15.febrúar og þátttakendur fá þá upplýsingar um sinn leynivin með tölvupósti 16 eða 17 febrúar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 10:03
Velheppnuð Víkurferð!
Um helgina skelltum við okkur á söngkeppni suðurlands og skemmtum okkur vel!
Silja Elsabet söng fyrir Féló og stóð sig vel! Okkur fannst hún eiga að komast áfram en "sei la ví".
Við skemmtum okkur vel, sumar stóðu sig í höstlinu!!! Segjum ekki meir... hmmmmm!
Spiluðum Varúlfinn í samtals 12 klukkutíma í ferðinni! Ferðin var frá föstudegi til sunnudags og við sváfum alltaf til að verða 12! HöHömm!!!!
Hluti af myndunum eru komnar inn á myndasíðuna okkar... og svo kemur restin inn fljótlega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 11:02
Er Veraldarvefurinn völundarhús?
Ráðstefna á Alþjóðlega netöryggisdaginn
Tími: Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15:00 17:25
Staður: Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8, Reykjavík
SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn boða til ráðstefnu um skynsama notkun og örugg samskipti á Netinu á Alþjóðlega netöryggisdaginn þann 6. febrúar nk.
Siðferði og Netið eru æ oftar nefnd í sömu andrá enda Netið síbreytilegur vettvangur sem við erum stöðugt að venjast og læra samfara auknum tengingum við aðra miðla. Rætt um að þeir umgengnishættir sem við höfum komið okkur saman um í hinu áþreifanlega umhverfi hafi ekki færst yfir á vettvang Netsins. Einnig er rætt um að netnotkun einstaklinga í skóla eða vinnu sé önnur en sú sem fer fram heima. Mikið vanti því á að við séum meðvituð um eðli Netsins og jákvæða jafnt sem neikvæða eiginleika þess. Þessi atriði verða meðal annars til umræðu á ráðstefnunni sem ætluð er öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Sérstaklega höfðar hún til skólastjórnenda, kennara og kennaranema, foreldra, fjölmiðlafólks, höfundarétthafa og útgefenda, netþjónustuaðila og fulltrúa stjórnvalda og starfsfólks þeirra stofnana sem hafa með reglur um notkun upplýsingatækninnar að gera.
Meðal markmiða ráðstefnunnar er að vekja umræður og umhugsun um Netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil, nauðsyn þess að almennt siðferði og umgengnisreglur færist yfir á þennan miðil og að samfélagið og stjórnvöld bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu.
SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdaginn, sem nú er haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum.
Við viljum jafnframt vekja athygli ykkar á því að ráðstefnan verður send út á netinu á www.saft.isHægt er að skrá þátttöku á saft@saft.is og í síma: 562-7475
Nánari upplýsingar gefa verkefnisstjórar SAFT:
Guðberg K. Jónsson: gudberg@heimiliogskoli.is
Sjöfn Þórðar : sjofn@heimiliogskoli.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 16:35
Billjardmót Stelpna!
Billjardmót stelpna verður haldið þriðjudaginn 6. febrúar í Féló kl. 20:00.
Stelpur sem ætla að taka þátt verða að skrá sig í Féló eða bara mæta. Þrjár efstu stelpurnar keppa fyrir Féló á Samfés Festivalinu sem verður haldið í Reykjavík 2. - 4. mars.
Strákaliðið er orðið klárt og eru þeir farnir að æfa á fullu fyrir mótið. Þeir eru Guðmundur Óskar, Haukur og Grímur Orri. Bjarni Jón er varamaður liðsins! Munu þeir því keppa fyrir Féló í strákakeppni Samfés!
Billjardmót ;D Hell yeeahhh. Skrááááá siiiiiiig sem fyyyyyyrst!
Fyrir hönd unglingaráðs Féló
Birgitta og Elín Ósk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 00:38
Billjard liðið fyrir Samfés komið á hreint!
Rétt í þessu var stráka liðið að komast á hreint sem mun spila fyrir okkar hönd á billjardmóti Samfés fyrstu helgina í mars. 20 strákar skráðu sig til leiks og eftir ofur spennandi útsláttarkeppni standa Guðmundur Óskar, Haukur, Grímur og Bjarni uppi sem 4 efstu menn og munu þeir skipa lið Féló fyrir Samfés mótið í billjard.
Nú eru þeir svo að byrja að spila innbyrðis um hver verður Félómeistari í billjard og eru þar glæææææsileg verðlaun í boði.
Og svo heldur fjörið bara áfram í aaaaaaaaaaalla nótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 15:53
Billamótið í Féló
Billamótið í Féló verður haldið föstudagskvöldið 26. janúar n.k.
Skráning fer fram að deginum til!
Þrír efstu og þrjár efstu munu spila sem lið Féló í Billamóti Samfés á Samféshátíðinni sem mun fara fram helgina 2. - 4. mars!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 18:15
Nótt í Féló 26. janúar... dagskrá
Jææææja krakkar!
Þá er komið að því... nú styttist allsvakalega í nótt í Féló, sem verður þann 26. janúar næstkomandi. Þar ætlum við að slá síðustu nótt í Féló allrækilega við og hafa ennþa meira gaman! Ákveðið hefur verið að hægt verði að velja um hvort fólk vilji fá sér pizzu eða samloku að borða. Það mun kosta það sama og síðast, eða 800 krónur og verður annaðhvort 1 pizza eða 2 samlokur innifaldar í því.
Hugmyndir að dagskrá fyrir kvöldið/nóttina eru eitthvað á þessa leið:
- Hryllingsmyndir að sjálfsögðu þar sem þær vöktu mikla lukku síðast og svo kom Elín Sólborg með tillögu að einni "stelpu" mynd (spurning hvað verður úr því ;)
- Pool mót verður haldið fyrr um kvöldið þar sem sigurvegarinn þar mun fara fyrir okkar hönd á Samfés.
- Vöffluátskeppni með grænum rjóma og smoothie til að skola vöfflunum niður.
- Ratleikur inni í Féló, 3-4 manna lið
- Bandý mót með staffaliði! (Andri, Sigþóra, Einir & Arndís... við rústum ykkur ;)
Svo ef þið hafið einhverjar fleiri hugmyndir endilega skellið þeim í komment eða komið þeim til okkar á MSN, eða barasta mætið hingað niður í Féló og spjallið við okkur ;)
Endilega muna svo eftir að þeir sem ætla með á Vík, síðasti séns til að borga staðfestingargjald er á föstudaginn næstkomandi! Sjá færsluna fyrir neðan! Svo vill Einir hvetja fleiri STRÁKA til að skrá sig í ferðina... ekki vera félagsskítar! ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 17:10
Síðasti skráningardagur í dag
Við lokum fyrir skráninguna í kvöld, á söngkeppnina á Vík í Mýrdal helgina 2. - 4. febrúar n.k.
Nú er bara staðan þannig að það er enn laust...17 af 35 miðum farnir... en það er bara einn strákur búin að skrá sig í ferðina
Vonum nú bara að hinir strákarnir vakni og finni lyktina af fjörinu!!! Og hafi samband í kvöld... hvort sem er á msn, tölvupóst eða á staðnum!!!
Hér fyrir neðan getið þið séð allar upplýsingar um ferðina... og það verður að vera búið að borga staðfestingargjald (1000 kall) á föstudaginn!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 09:56
Undankeppni Söngkeppni Samfés 2007
Suðurlandskeppni haldin í Vík í Mýrdal 3-4. febrúar
Dagskrá.
Föstudagur 2. febrúar
kl. 15,30 Mæting í Herjólf
kl. 16 - 19 Siglum yfir hafið í lúxusferjunni Herjólfi
kl. 19,15 Lagt af stað til Víkur í Mýrdal
kl....... Hvað erum við lengi að keyra þangað???Heyrði tveggja tíma ferð... þá erum við komin um 21.30 á staðinn!
kl. 00 - 02 Farið að sofa í hausinn á sér!
Laugardagur 3. febrúar
12:00-13:00 Hádegismatur í Leikskálum.
13:00-17:00 Æfing og hjóðprufa fyrir keppendur í íþróttamiðstöðinni.
13:00-17:30 Fjölbreytt afþreying í boði.
19:00-20:30 Kvöldmatur í Leikskálum.
20:30-23:00 Söngkeppni.
23:00-Ball í íþróttamiðstöðinni. Áætluð lengd ca. 1 ½ klst.
Gengið saman á gististaðina.
Sunnudagur 4. febrúar
10:00-11:30 Morgunmatur.
11:30-14:00 Afþreying.
12:00-14:00 Kapphlaupið mikla. Vegleg verðlaun í boði.
15:00 Pakkað niður og gengið frá á gististað,
16:00 Lagt af stað til baka í rútu... stoppum á leiðinni til að snarlast
19:00 Herjólfur kemur okkur heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)