10.1.2007 | 18:15
Nótt í Féló 26. janúar... dagskrá
Jææææja krakkar!
Þá er komið að því... nú styttist allsvakalega í nótt í Féló, sem verður þann 26. janúar næstkomandi. Þar ætlum við að slá síðustu nótt í Féló allrækilega við og hafa ennþa meira gaman! Ákveðið hefur verið að hægt verði að velja um hvort fólk vilji fá sér pizzu eða samloku að borða. Það mun kosta það sama og síðast, eða 800 krónur og verður annaðhvort 1 pizza eða 2 samlokur innifaldar í því.
Hugmyndir að dagskrá fyrir kvöldið/nóttina eru eitthvað á þessa leið:
- Hryllingsmyndir að sjálfsögðu þar sem þær vöktu mikla lukku síðast og svo kom Elín Sólborg með tillögu að einni "stelpu" mynd (spurning hvað verður úr því ;)
- Pool mót verður haldið fyrr um kvöldið þar sem sigurvegarinn þar mun fara fyrir okkar hönd á Samfés.
- Vöffluátskeppni með grænum rjóma og smoothie til að skola vöfflunum niður.
- Ratleikur inni í Féló, 3-4 manna lið
- Bandý mót með staffaliði! (Andri, Sigþóra, Einir & Arndís... við rústum ykkur ;)
Svo ef þið hafið einhverjar fleiri hugmyndir endilega skellið þeim í komment eða komið þeim til okkar á MSN, eða barasta mætið hingað niður í Féló og spjallið við okkur ;)
Endilega muna svo eftir að þeir sem ætla með á Vík, síðasti séns til að borga staðfestingargjald er á föstudaginn næstkomandi! Sjá færsluna fyrir neðan! Svo vill Einir hvetja fleiri STRÁKA til að skrá sig í ferðina... ekki vera félagsskítar! ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.