Að fá unglinga af öllu landinu til að leiða hugann að mikilvægi vináttu með því að gerast leynivinur einhvers í eina viku og taka þátt í netverki leynivina á landsvísu.
Hvað er leynivinavika í mjög stuttu máli?
Þátttakendur í leynivinaviku Samfés fá í hendurnar upplýsingar um annan þátttakanda í leynivinaleiknum og einbeita sér svo að því í vikunni að vera góður vinur þess aðila með ýmsum hætti. Til dæmis er hægt að senda bréf, litlar gjafir, kveðjur og bara allt það sem góðum vini dettur í hug. Um að gera að nota ímyndunaraflið og vera frumlegur, skemmtilegur og góður vinur.
Ekki eru takmörk fyrir því hversu mörg góðverk leynivinur gerir, en allir þátttakendur skuldbinda sig þó til þess að gera a.m.k eitt góðverk fyrir sinn vin í vikunni. Samfés mælir eindregið með því að leynivinir bíði ekki fram á síðasta dag með að taka af skarið.
Í lok vikunnar geta þátttakendur tilnefnt sinn leynivin og það sem hann gerði gott og á Samféshátíðinni verða fimm góðir vinir og þeir sem tilnefndu þá heiðraðir með pompi og prakt.
Á Samféshátíðinni verður einnig hulunni svipt af öllum leynivinum og í framhaldinu geta þátttakendur haft samband við sína vini ef þeir kjósa.
Tímasetningar:
Vikan hefst þann 19. febrúar og stendur til 26. febrúar. Uppgjör verður á Samféshátíðinni 2.-3.mars.
Skráning: Þátttakendur eru allir þeir unglingar sem skrá sig. Skráning fer fram í félagsmiðstöðinni og á samfes.is. Í skráningu þarf að koma fram:
Fullt Nafn, Aldur, Netfang, Félagsmiðstöð (Féló), Fullt heimilisfang félagsmiðstöðvar (Heiðarvegur 17 900 Vestmannaeyjar), Dæmi um áhugamál.
Skráningarfrestur er til 15.febrúar og þátttakendur fá þá upplýsingar um sinn leynivin með tölvupósti 16 eða 17 febrúar.
Athugasemdir
Verð þokkalega með!!! Og ætla að verða besti leynivinur í heimi!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.