12.3.2007 | 11:31
Vesen á blogginu
VIð erum búin að vera í veseni að komast inn á bloggið okkar en það er búið að laga það... fænalí.
Grindvíkingarnir eru himinlifandi yfir að hafa fengið að gista með okkur í Samfésferðinni okkar og eru að skipuleggja ferð til okkar þar sem við myndum skella einni Nótt í Féló á!!!
Myndir úr Samfés eru á myndasíðunni okkar og ekki hægt að segja annað en ferðin hafi verið brilliant frá upphafi til enda!!!
Nú fer að líða að úrslitum ÓTTA en nú þegar er búið að halda þraut númer 2.
Varúlfurinn er að meika það, líður ekki sá dagur sem hann er ekki tekinn úr kassanum! Við tökum eftir þróun í rökhugsun og sannfæringarkrafti unglinganna okkar... Spurning hvort sumir séu ekki búnir að læra of vel að ljúga!!!!
Landsþing ungs fólks verður haldið á Selfossi í ár, þann 31. mars og mun Féló eiga sína fulltrúa á staðnum. Tveir úr unglingaráði fara og tala máli vestmannaeyskra unglinga!
Í kvöld er svo pizzuklúbbur og opið frá hálf fjögur til tíu í kvöld!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.