23.10.2007 | 21:08
Nýtt nafn komið á Féló og það er MEGA WÖTT !!!
Nú um helgina var hjá okkur Nótt í Féló og gekk allt bara alveg ljómandi vel . Enda frábærir unglingar hér eyjum. Kvöldið byrjaði hjá okkur á því að það var haldin söngvakeppni Féló fyrir samsuð sem er undankeppni söngvakeppni Samfés og þar keppti fríður hópur af unglingum um að fá sætið . Guðmundur Óskar og Andri Fannar unnu keppnina með flottu dans- trans lagi sem var frumsamið af þeim sjálfum. Til hamingju með það strákar mínir .
Klukkan 22:00 hófst svo Nótt í Féló og var þá læst öllu og nóttin hafin með því að velja um nýtt nafn á félagsmiðstöðina sem að ber núna nafni MEGA WÖTT. Eftir þetta kom svo hellingur af pizzum frá Kaffi María og var dælt pizzum og gosi í liðið. Kveikt var á videoi og allir kúruðu saman inn í kósí herbergi. Um 02:00 var svo komið að draugasögunni alræmdu sem að ég var búin að vera segja öllum frá (sem var reyndar þæla í mér ) , hún heppnaðist bara aldeilis vel og hlupu Silja Rós og Haraldur Ari út og börðu á gluggan og ég hélt að allt myndi tryllast en svo hlógum við öll að þessu
Eftir hana var svo farið í mótin sem að voru Fífa mót og Footsballmót og biljardmót. Sigurvegarinn í biljardmótinu var Sindri Freyr Guðjónsson, Í Fífa mótinu sigraði Patrik , Í Footsballmótinu voru það Eini, Grímur Orri og Friðrik . Til hamingu strákar.
Kókosbollu keppni var og unnu Logi Kristjánsson og Sunna Ósk Guðmundsdóttir.
Svo um 05:00 var svo komin ró á liðið og allir fóru að tína sér í bólið nema að það voru nokkrir sem hinkruðu til 07:00 til að fara bara heim að sofa .
Klukkan 12:00 var svo ræs og krakkarinir tóku saman eftir sig og kom sér heim til sín eftir skemmtilegt kvöld og nótt .
Takk fyrir mig Unglingarnir mínir frábært kvöld .
Kveðja Arndís Ósk
Athugasemdir
takk sömuleiðis
antonbjossa (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:16
Frétti frá nágrönnum að þið hafið staðið ykkur geggjað vel... minns langar að vera með!!!
Knúsiði alla frá mér... luv Sigþóra
Sigþóra Guðmundsdóttir, 24.10.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.