19.11.2007 | 16:15
Sunna Ósk, Erna Dögg og Guðný B til hamingju með árangurinn :)
Já unglingarnir mínir og fallega fólk sem fylgist með okkur þá gerðu stelpurnar Sunna, Erna og Guðný sér lítið fyrir og lentu í 4.Sæti á Stíl og einnig fengu verðlaun fyrir flottustu hönnunnina sem er ekkert smá flott hjá þeim og óskum við þeim til hamingju með þennan árangur . Við erum ekkert smá stolt af þeim .
Einnig lentu strákarnir í George Focus í 2.Sæti á Samsuð keppninni en strákarnir sem skipa þá hljómsveit eru Guðmundu Óskar og Andri Fannar . Féló er ekki búin að fara heim af keppnum í ár án þess að hafa með sér sæti enda efnilegir listamenn þar á ferð.
Stelpurnar voru himinlifandi yfir þessu með titilinn og áttu sko ekki vona á þessu enda voru margir að taka þátt og voru einnig flottar hannannir þar á ferð. Við viljum líka þakka ÍTK fyrir flotta sýningu og flotta tónlistarmenn , Þar má helst geta þess að það kom hljómsveit að nafni Ljótu Hálvitarnir sem voru geggjaðir , öfga fyndnir textarnir hjá þeim og einnig löginn sjálf.
Minni á það að alla vikunar er dagskrá hjá Okkur í féló og má þar nefna
Bjóstsykur kvöld
Pizzakvöld
Kvikmyndakvöld og prjónaklúbbur þar sem að Sigga kennir okkur að prjóna (bara snilld)
Jæja kveð að sinni .
Arndís Ósk (fyrir hönd féló)
Athugasemdir
við erum án efa flottastar (:
ErnaDögg (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:53
Til hamingju með öll verðlaunin! Maður má varla skreppa í smá orlof og þá er bara allt að gerast.
Sigþóra Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 11:08
Til hamingju öll saman... þið eruð náttlega bara snillingar ;)
Einir Einisson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.