10.3.2008 | 17:14
Ógeðslega skemmtilegri Samfés ferð lokið :)
Já elskurnar mínar þá er þessari frábæru helgi lokið . Og er manni bara farið að hlakka til næsta árs:)
Hér kemur allt ferðalagið hjá okkur í einni beit.
Við lögðum af stað klukkan 08:15 í Herjólfi og voru allir til fyrirmyndar þar að spila og spjalla og margir fóru líka í koju.Klukkan 11:00 var rútan komin og allir setu farangurinn sinn upp í rútuna og haldið var af stað upp í Ársel þar sem að við gistum. Létum farangurinn inn og aftur upp í rútu og haldið niður á Pizza Hut á Sprengisandi.Borðum þar dýrindis Pizzur og svo þegar við vorum búin Þar kom frjálsitímin hjá unglingnum. Klukkan 16:30 voru síðan allir komnir aftur upp í Ársel að gera sig til fyrir ballið og litu allir öfga vel út áður en lagt var af stað klukkan 18:00 á ballið. Krakkarnir voru okkur Starfsmönnum Féló til fyrirmyndar á þessu balli og skemmtu allir sér öfga vel . Farið var heim klukkan 23:00 og allir háttuðuð sig enda allir mjög þreyttir eftir skemmtilegt ball. Spjallað í dágóðan tíma um ballið og svo var bara sofnað værum blundi og vöknuðuð allir eldsnemma um morgunin okkur staffinu til mikillar undrunar þar sem að við héldum að við þurftum að draga þau á lappir en þetta eru svo góðir unglingar að þess þurfti nú ekki.
Allir fóru um 9:30 í sund til að skola af sér fyrir söngvakeppnina sem var klukkan 13:00 á laugardeginum og voru Andri Fannar og Guðmundur Óskar langflottastir að okkar mati en rosalega mörg flott atrið voru hjá hinum sem kepptu í þessari keppni.Eftir að söngvakeppnin var búin og beðið var eftir því að dómnefndin væri búin að ákveða sig kom engin annar en Haffi Haff að syngja júróvison lagið sitt , Geggjað flott hjá honum. Svo kom dómnefndin fram og það var Mosfellsbær sem sigraði og var þetta enda alveg stórkostlegt hjá stelpunni sem söng fyrir félagsmiðstöðina þeirrra.
Haldið var eftir söngvakeppnina í Smáralind og aðeins slappað af þar svo klukkan 18:30 fórum við á Subway og borðuðm þar . Klukkan átta var svo farið í bíó á Will Farell myndina og skemmtum við okkur bara ágætlega sumum fannst hún góð og öðrum ekki. Klukkan tíu var rútan komin að ná í okkur í Smáralind og haldið heim að pakka niður svo að við værum nú ekki sein í rútuna um morguninn daginn eftir.
Sunnudag kláruðum við að pakka og koma öllu dótinu okkar út í rútu og gekk það alveg ótrúlega hratt fyrir sig og vorum við komin klukkan 11:00 í þorlárkshöfn og biðum þar bara róleg og hress en samt öll pínu þreytt eftir skemmtilega helgi.
Samfés var með alveg geggjaða helgi og þökkum við þeim kærlega fyrir , Rútu fyrirtækið sem keyrði okkur um allt fær líka kærar þakkir þar sem að þau voru yndisleg hjónin sem skutluðu okkur út um allt.
Krakkar þið voruð frábær og algjörlega fyrirmyndar unglingar , hlökkum til að hitta ykkur eftir þessa ferð og spjalla um hana
Starfsfólk Féló
Athugasemdir
Hugsaði mikið til ykkar um helgina!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:03
Ég þakka ferðina ! öfga skemmtileg, öfga gaman . haha !
Sunna besti sóparinn ! (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:16
Já þettta var mega ferð og þakka bara fyrir mig ;):=)
Patti ..!!!!! (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.