Söngkeppni Samfés á Suðurlandi 2. - 4. febrúar 2007

Keppnin verður haldin á Vík í Mýrdal þetta skiptið og stefnum við á að fara í góða hópferð til að styðja við okkar söngvara í stóru baráttunni um sæti í úrslitakeppni Samfés, sem mun svo fara fram í byrjun mars.

Við fáum 35 sæti og þarf að tilkynna fjöldann 8. janúar!!! Ef við verðum með biðlista gæti verið að við myndum fá fleirri miða, allt eftir skráningu hjá öðrum félagsmiðstöðvum!

Við förum með seinni ferð Herjólfs 2. febrúar, keyrum austur á leið og höfum það gott á flottum stað. Við komum svo heim með seinni ferð á sunnudeginum 4. febrúar.

Kostnaðurinn mun verða 8.000 á mann.

Innifalið verður:

  • Herjólfur, báðar leiðir
  • Rúta, báðar leiðir
  • Gisting á Hóteli!!!
  • Hádegismatur á laugardegi
  • Eitthvað að gera á laugardeginum
  • Kvöldmatur á laugardegi
  • Söngkeppni á laugardegi 
  • Morgunmatur á sunnudegi
  • Eitthvað að gera á sunnudeginum
  • Frítt í sund
  • Ís eftir sundið!!!

Það sem er ekki innifalið:

  • Koja í Herjólf
  • Kvöldmatur á föstudeginum (en við stoppum einhvers staðar til að gúffa í okkur)
  • Kvöldmatur á sunnudeginum (en við stoppum einhvers staðar til að gúffa í okkur aftur)
Skráning í Féló eða á felovm@simnet.is a.s.a.p. (as soon as possible)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband